Liverpool vann gríðarlega mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Sheffield United.
Liverpool þurfti svo sannarlega að hafa fyrir sigrinum í dag en eitt mark var skorað í leiknum.
Sheffield hélt lengi út gegn Evrópumeisturunum en eina mark leiksins gerði Georginio Wijnaldum.
Wijnaldum átti skot beint á Dean Henderson í marki Sheffield sem missti boltann undir sig og þaðan í netið.
Henderson kostaði Sheffield stig en hann er lánsamaður frá Manchester United.
Þessi hræðilegu mistök má sjá hér að neðan.
Gente e o frango do Dean Henderson pic.twitter.com/Vs3ZHp1g3Q
— Tani ?? (@msdchock) September 28, 2019