Martin Keown, fyrrum leikmaður Arsenal, skilur ekki ákvörðun Unai Emery að gefa Granit Xhaka fyrirliðabandið.
Emery staðfesti það í gær að Xhaka væri fyrirliði númer eitt en það er mjög umdeild ákvörðun.
,,Þetta er risastór ákvörðun og ég tel að Emery hafi ekki gert rétt,“ sagði Keown.
,Þetta mun skipta stuðningsmönnunum í tvennt. Stundum hverfur Xhaka á miðjunni og gefur vítaspyrnur. Hann hlýtur að vera svakalegur karakter utan vallar!“
,,Þetta er óvænt og sérstaklega þegar hann var baulaður af velli fyrir minna en viku síðan.“