fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Óli veit ekki hvort FH reki hann: ,,Maður heyrir ýmislegt út í bæ“

Victor Pálsson
Laugardaginn 28. september 2019 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var brosmildur í dag eftir leik við Grindavík sem tryggði Evrópusæti.

FH vann öruggan 3-0 heimasigur á Grindavík og endar tímabilið í þriðja sæti.

,,Ég var mjög ánægður með að við skildum ná forystu í fyrri hálfleik. Við spiluðum leik við þá í bikarnum og vinnum 7-0 þægilega. Við spilum svo aftur við þá í Grindavík og það fer 0-0,“ sagði Óli.

,,Þeir eru sterkir varnarlega. Þetta lið hefur fengið fæst mörkin á sig í sumar og það er erfitt að brjóta þá niður. Við komum vel út í seinni og kláruðum þetta þá.“

,,Það hefði verið glatað að ná ekki þessu Evrópusæti og ég sagði það fyrir leik að hér hefði verið frábær árangur undanfarin ár.“

,,Ég hef verið hér í tvö ár og ekki náð árangri sem þjálfari sem er í takt við undanfarin ár.“

Verður Óli áfram?

,,Þessi spurning, hún er skemmtileg sko. Það er þannig að það eru tveir aðilar sem gera samninginn og ég hef ekki athugað hvort ég sé með uppsagnarákvæði en það er alltaf hægt að reka mig sko,“ svaraði Óli.

,,Maður heyrir ýmislegt út í bæ. Að öllu gamni slepptu þá eru það hlutir sem ég pæli ekki eina sekúndu í. Ég hef verið rekinn það oft og verið í þessu það lengi að ég veit það að menn telja þetta eðlilegan hlut.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Skaginn staðfestir sölu á Oliver í næst efstu deild í Póllandi

Skaginn staðfestir sölu á Oliver í næst efstu deild í Póllandi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

KA staðfestir komu Birnis – Gerir samning út tímabilið

KA staðfestir komu Birnis – Gerir samning út tímabilið
433Sport
Í gær

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ
433Sport
Í gær

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi
433Sport
Í gær

‘Niðurlægðu’ stjörnuna í færslu á samskiptamiðlum – Bað aftur um meiri tíma en fékk tusku í andlitið

‘Niðurlægðu’ stjörnuna í færslu á samskiptamiðlum – Bað aftur um meiri tíma en fékk tusku í andlitið
433Sport
Í gær

Valur komið í næstu umferð

Valur komið í næstu umferð