Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var brosmildur í dag eftir leik við Grindavík sem tryggði Evrópusæti.
FH vann öruggan 3-0 heimasigur á Grindavík og endar tímabilið í þriðja sæti.
,,Ég var mjög ánægður með að við skildum ná forystu í fyrri hálfleik. Við spiluðum leik við þá í bikarnum og vinnum 7-0 þægilega. Við spilum svo aftur við þá í Grindavík og það fer 0-0,“ sagði Óli.
,,Þeir eru sterkir varnarlega. Þetta lið hefur fengið fæst mörkin á sig í sumar og það er erfitt að brjóta þá niður. Við komum vel út í seinni og kláruðum þetta þá.“
,,Það hefði verið glatað að ná ekki þessu Evrópusæti og ég sagði það fyrir leik að hér hefði verið frábær árangur undanfarin ár.“
,,Ég hef verið hér í tvö ár og ekki náð árangri sem þjálfari sem er í takt við undanfarin ár.“
Verður Óli áfram?
,,Þessi spurning, hún er skemmtileg sko. Það er þannig að það eru tveir aðilar sem gera samninginn og ég hef ekki athugað hvort ég sé með uppsagnarákvæði en það er alltaf hægt að reka mig sko,“ svaraði Óli.
,,Maður heyrir ýmislegt út í bæ. Að öllu gamni slepptu þá eru það hlutir sem ég pæli ekki eina sekúndu í. Ég hef verið rekinn það oft og verið í þessu það lengi að ég veit það að menn telja þetta eðlilegan hlut.“