Gary Martin er markakóngur í Pepsi Max-deild karla, þetta var ljóst eftir tvö mörk hans gegn Stjörnunni í dag.
MArtin hefur betur gegn Hilmari Árna Halldórssyni og Steven Lennon, sem skoruðu 13 mörk. Martin skoraði 14 mörk í 14 leikjum í sumar.
Hilmar Árni sem var markahæstur fyrir umferðina endar í fjórða sæti. Thomas Mikkelsen skoraði eitt mark í tapi Blika gegn KR.
Saga Gary Martin í sumar er mögnuð, eftr þrjár umferðir í deildinni ákvað Valur að sparka honum út um dyrnar. Gary, gat ekki samið við ÍBV fyrr en í júlí. Þar hefur hann raðað inn og endar sem markakóngur.
Markahæstu leikmenn eru:
14 – Gary Martin, ÍBV
13 – Steven Lennon, FH
13 – Thomas Mikkelsen, Breiðabliki
13 – Elfar Árni Aðalsteinsson, KA
13 – Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni