Viðskiptamaðurinn Peter Kenyon er að skoða það að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle.
Enskir miðlar hafa keppst við að greina frá því í vikunni en Mike Ashley vill mikið selja félagið.
Kenyon er fyrrum stjórnarformaður Chelsea og Manhcester United og þekkir því enska boltann vel.
Kenyon staðfesti það nýlega að fyrsti maðurinn sem hann myndi horfa til væri Jose Mourinho ef hann þyrfti að ráða stjóra.
,,Ef ég myndi taka yfir frábæru félagi og þyrfti stjóra þá yrði Mourinho sá fyrsti sem ég myndi horfa til,“ sagði Kenyon.
Mourinho hefur verið án félags í marga mánuði en hann var rekinn frá United í desember.