Gylfi Þór Sigurðsson var alls ekki slæmur í dag er lið Everton fékk Manchester City í heimsókn á Englandi.
Everton var lengi inn í leiknum í dag en City hafði að lokum betur með þremur mörkum gegn einu.
Gylfi spilaði allan leikinn á miðju Everton og bjó til nokkur hættuleg færi fyrir heimamenn.
Pep Guardiola, stjóri City, hrósaði Gylfa eftir leik og því starfi sem hann sinnti í viðureigninni.
,,Það er alltaf erfitt að koma hingað. Við áttum ótrúlegar fyrstu 20 – 25 mínúturnar,“ sagði Guardiola.
,,Eftir það þá vorum við í vandræðum með að höndla Gylfa Sigurðsson í þessari stöðu.“