Óskar Hrafn Þorvaldsson mun taka við liði Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla.
Frá þessu greinir Fótbolti.net en samkvæmt heimildum miðilsins yfirgefur Óskar lið Gróttu fyrir Blika.
Óskar náði stórkostlegum árangri með Gróttu í sumar og tryggði liðið sér sæti í efstu deild.
Það samstarf virðist þó vera búið en Óskar hefur sterklega verið orðaður við Blika undanfarið.
Ágúst Gylfason mun ekki halda áfram með Blika en félagið staðfesti þær fregnir á dögunum.
Óskar var sjálfur spurður út í eigin framtíð eftir sigur Gróttu í Inkasso-deildinni en vildi lítið tjá sig.