Davíð Þór Viðarsson, leikmaður FH, útilokar ekki að hætta við að hætta en hann hefur lagt skóna á hilluna.
Davíð spilaði með FH í 3-0 sigri á Grindavík í dag og tryggði sér þar með Evrópusæti í síðast leik Davíðs.
,,Þetta var tilfinning sem ég hef ekki fundið fyrir áður. Maður varð smá klökkur,“ sagði Davíð.
,,Hefðum við ekki náð í sigur í dag þá hefði ég held ég cancellað öllum veisluhöldum í kvöld – það var frábært að klára þetta.“
,,Þriðja sætið í ár, fimmta sætið í fyrra með jafn mörg stig. Þetta var upp og niður hjá okkur í sumar. Það vantaði meiri stöðugleika til að gera atlögu að titlinum.“
,,Auðvitað er ekkert útilokað í þessu en eins og staðan er núna er ég sáttur með þessa ákvörðun. Ég myndi aldrei spila fyrir annað félag en FH á Íslandi. Ég held að þetta sé komið gott en maður á kannski aldrei að segja aldrei.“