Uli Hoeness, forseti Bayern Munchen, hefur staðfest það að félagið hafi áhuga á Leroy Sane enn þann dag í dag.
Bayern reyndi að fá Sane til félagsins í sumar áður en hann meiddist illa og verður frá þar til á næsta ári.
Bayern gefst þó ekki upp og mun líklega reyna að fá leikmanninn frá Manchester City á nýju ári.
,,Við höfðum mikinn áhuga á honum og það voru viðræður í gangi,“ sagði Hoeness.
,,Þetta slys hafði áhrif, hræðileg meiðsli. Við gátum ekki haldið áfram eftir meiðslin.“
,,Nú verðum við að bíða og sjá hvernig bataferlið fer.“