Það er búið að staðfesta það að Ólafur Jóhannesson sé hættur sem þjálfari Vals í Pepsi Max-deild karla.
Óli náði frábærum árangri með Val en gengið í sumar var brösugt og endar Valur um miðja deild.
Eftir fyrsta slaka tímabilið þá ákvað stjórn Vals að framlengja ekki við Óla sem er umdeild ákvörðun.
Valsmenn voru Íslandsmeistarar tvö ár í röð undir hans stjórn en KR varð svo meistari í sumar.
Auðunn Blöndal, sjónvarpsmaður og Valsari, er á meðal þeirra sem segja að Óli hafi átt betur skilið.
Auðunn sá viðtal við Óla í dag eftir leik við HK þar sem hann staðfesti þær fregnir að hann yrði ekki áfram.
Fann til með Óla Jó í viðtalinu eftir leik áðan. Alvöru legend sem átti betur skilið! #4titlar
— Auðunn Blöndal (@Auddib) 28 September 2019