fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
433Sport

Þjálfari Vals vildi ekki dökkan Pape í sitt lið: Hræðist barneignir á Íslandi – „Átti erfitt með svefn eftir ummæli Björgvins“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 27. september 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pape Mamadou Faye, knattspyrnumaður ræðir opinskátt um kynþáttafordóma á Íslandi við Mannlíf. Pape er í ítarlegu viðtali en hann hefur spilað fyrir Fylki, Víking Ólafsvík og fleiri lið. Í dag spilar hann fyrir Þrótt Vogum.

Pape kom til landsins ellefu ára gamall frá Senegal, hann hefur rætt reglulega um fordóma sem eiga sér stað á Íslandi. Þegar Pape kom til Íslands mættu honum fordómar um leið. „Ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á fótbolta og spilað mikið en þegar ég kom í Austurbæjarskóla gengu allir út frá því að ég væri körfuboltamaður. Það var bara viðtekin hugmynd á Íslandi á þeim tíma að allir svartir menn væru körfuboltamenn,“ segir Pape við Mannlíf.

Hann byrjaði á að fara á fótboltaæfingu hjá Val en þar voru fordómar. „Fótboltinn var alltaf fyrsti kosturinn hjá mér. Ég byrjaði hins vegar ekki að æfa hann á fullu fyrr en ég flutti í Árbæinn sex mánuðum eftir að ég kom til landsins. Ég fór á eina æfingu hjá Val þegar ég var nýkominn en lenti hjá fordómafullum þjálfara sem vildi ekki dökkan strák í liðið sitt svo ég fór aldrei þangað aftur.“

Hjá Fylki náð Pape flottum árangri en foreldrar leikmanna voru oftar en ekki með fordóma í hans garð. „Það var oft vesen út af þessu á þeim tíma. Ég og annar dökkur strákur, sem er kominn í A-landsliðið núna, fengum alveg að heyra það frá foreldrunum sem kölluðu okkur n-orðinu og fleiri niðrandi orðum sem voru mjög særandi.“

Svaf illa eftir ummæli Björgvins:
Í sumar var Björgvin Stefánsson, framherji KR dæmdur í bann vegna ummæla sem hann lét falla. Hann sagði stutt vera í villimannseðlið hjá svörtu fólki. Ummælin fóru mjög illa í Pape ,,Ég hef upplifað að margir trúa mér ekki. Halda því blákalt fram að svona hlutir gerist ekki á Íslandi. Mér finnst mjög undarlegt að fólk sem aldrei hefur lent í neinu svona taki þá afstöðu, hvers vegna ætti ég að vera að ljúga þessu? Þetta viðhorf er svo hættulegt. Það kom svo vel í ljós í þessu atviki með Björgvin í sumar, það voru nánast allir tilbúnir til að verja hann og gera lítið úr þessum ummælum, en þetta hafði mikil áhrif á mig og ég átti erfitt með svefn þetta kvöld. Ég varð reiður, ég viðurkenni það, og enn reiðari vegna viðbragðanna. Það virtist öllum finnast þetta allt í lagi.““

Óttast að eiga barn á Íslandi
Pape er farið að langa að eignast barn en er hræddur við umhverfið á Íslandi. ,,Nú er ég kominn á þann aldur að mig langar til að eignast barn en ég hræðist það. Ég vil ekki að barnið mitt lendi í þessu ógeði og ég sé ekki fram á að þetta breytist neitt.“

Smelltu hér til að lesa viðtalið við Pape í Mannlífi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skaginn staðfestir sölu á Oliver í næst efstu deild í Póllandi

Skaginn staðfestir sölu á Oliver í næst efstu deild í Póllandi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

KA staðfestir komu Birnis – Gerir samning út tímabilið

KA staðfestir komu Birnis – Gerir samning út tímabilið
433Sport
Í gær

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ
433Sport
Í gær

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi
433Sport
Í gær

‘Niðurlægðu’ stjörnuna í færslu á samskiptamiðlum – Bað aftur um meiri tíma en fékk tusku í andlitið

‘Niðurlægðu’ stjörnuna í færslu á samskiptamiðlum – Bað aftur um meiri tíma en fékk tusku í andlitið
433Sport
Í gær

Valur komið í næstu umferð

Valur komið í næstu umferð