Sadio Mane, leikmaður Liverpool, er besti leikmaður heims að mati Ismaila Sarr, leikmanns Watford.
Mane og Sarr þekkjast vel en þeir eru saman í senegalska landsliðinu og ná vel saman fram á við.
,,Mane er einn besti leikmaður Afríku og einn sá besti í heiminum,“ sagði Sarr.
,,Ég get sagt það að mínu mati þá er hann besti leikmaður heims. Hann er með gæði og vann Meistaradeildina.“
,,Hann hefur gert allt fyrir Liverpool en því miður ekki unnið úrvalsdeildina. Ég vona að hann nái því afreki.“