Tveir leikmenn Derby á Englandi hafa verið ákærðir fyrir ölvunarakstur en þeir keyrðu á hvorn annan á þriðjudag. Lögreglan var kölluð til eftir að Range Rover og Mercedes bifreið skullu saman.
Það voru þeir Mason Bennett og Tom Lawrence leikmenn Derby sem voru undir stýri, þeir voru að koma úr gleðskap með leikmönnum Derby.
Ricard Keogh, fyrirliði Derby fór verst út úr atvikinu en hann sat aftur í Range Rover bifreið, Lawrence. Hann er brákaður á hendi og alvarlega meiddur á hné.
Keogh verður lengi frá og spilar ekki meira á tímabilinu. Hann bjó um tíma á Íslandi, Keogh var í láni hjá Víkingi Reykjavik árið 2004, þá var hann í eigu Stoke. Dvöl hans á Íslandi keyrði feri hans í gang, Keogh hefur átt glæstan feril síðan á.
Range Rover bifreiðin endaði svo á ljósastaur og er bíllinn gjörsamlega í henglum, mynd af honum má sjá hér að neðan.
Nú hefur birst myndband af Bennett áður en hann settist undir stýri. Þar sturtar hann í sig áfengi og ælir í klósettið.
Þá hefur verið greint frá því að Keogh hafi rotast við áreksturinn og var hann fluttur á brott með sjúkrabíl.
Myndband af Bennett má sjá hér að neðan.