Pálmi Rafn Pálmason og Aron Bjarki Jósepsson skrifuðu báðir undir nýja samninga við KR í dag. Fótbolti.net segir frá.
Pálmi skrifaði undir nýjan eins árs samning og Aron undir tveggja ára samning.
Báðir koma frá Húsavík og hafa reynst KR vel, Pálmi hefur verið frábær í sumar þegar KR varð Íslandsmeistari.
Aron Bjarki var í minna hlutverki en oft áður en er mikill KR-ingur og tekur slaginn áfram.
Skrifarð var undir samninginn á elliheimilinu Grund, grínið snýst um umræðuna um aldur KR-inga fyrir mót.