Jose Mourinho er búinn að hafna þónokkrum liðum á þessu ári en hann hefur verið eftirsóttur.
Mourinho var rekinn frá Manchester United í desember og hefur verið án félags síðan þá.
Fjölmörg félög hafa reynt að krækja í Portúgalann en samkvæmt fregnum hefur hann hafnað þeim öllum.
Ástæðan er einföld en Mourinho ætlar sér að bíða eftir starfinu hjá Real Madrid.
Það er heitt undir Zinedine Zidane þessa stundina og bíður Mourinho eftir að það starf losni.