Santiago Solari, fyrrum stjóri Real Madrid, er opinn fyrir því að þjálfa lið í ensku úrvalsdeildinni.
Solari fékk risastórt starf í október er hann tók við Real en entist aðeins í því starfi í nokkra mánuði.
Solari sýndi ekkert hjá Real en þrátt fyrir það þá stefnir hann á að komast til annars stórliðs.
,,Ég væri til í að þjálfa í Evrópu, eitthvað alvöru verkefni í einni af stóru deildunum,“ sagði Solari.
,,Ég hef séð að enska úrvalsdeildin er orðin sterkari og síðasta tímabil var frábært fyrir ensk lið.“
,,Þar eru spænskir, þýskir og enskir stjórar – þar eru stjórar alls staðar úr heiminum.“