Lið Roma á Ítalíu hefur fengið mikið hrós í dag eftir Twitter færslu sem félagið birti í dag.
Roma nafngreindi kynþáttahatara á Twitter-síðu sinni en varnarmaðurinn Juan Jesus varð fyrir áreitinu.
Jesus er leikmaður Roma en hann birti sjálfur mynd af skilaboðunum sem hann fékk á Instagram.
Maðurinn sagði á meðal annars að Jesus ætti heima í dýragarðinum og kallaði hann apa.
Roma hefur ákveðið að tilkynna manninn til lögreglunnar og má hann aldrei mæta á leik Roma aftur.
Þetta má sjá hér.
Are you really serious about tackling racism in Italian football, @SerieA?
It’s time for zero tolerance. https://t.co/zP06KeQeuQ
— AS Roma English (@ASRomaEN) 27 September 2019