Gary Pallister, fyrrum leikmaður Manchester United, veit hvaða leikmann liðið þarf í janúar.
Pallister ráðleggur Ole Gunnar Solskjær að kaupa James Maddison sem spilar með Leicester City.
Maddison er frábær miðjumaður en hann er einn mikilvægasti leikmaðurinn á King Power.
,,Það var mikið rætt um hann í fjölmiðlum,“ sagði Pallister.
,,Hann var bestur í leiknum gegn Tottenham, hann er með gæði og orku og skoraði augljóslega sigurmarkið.“
,,Hann er týpa af leikmanni sem getur komið United á næsta stig. Núna þarf Ole hins vegar að reyna kreista það besta úr þessum hóp næstu mánuðina.“