Kasper Dolberg, framherji Nice í Frakklandi er gjörsamlega brjálaður. Liðsfélagi hans stal úrinu hans í klefanum.
Ekki er um að ræða neitt venjulegt úr en úrið sem Dolberg átti kostar 62 þúsund pund, rúmar 9 milljónir íslenskra króna.
Dolberg er danskur sóknarmaður sem Nice keypti í sumar frá Ajax. Úrið var í skápnum í klefanum, þegar því var stolið.
Lamine Diaby liðsfélagi Dolberg er sakaður um þetta, félagið rannsakar málið og þarf Diaby að svara til saka.
Verði Diaby fundinn sekur um verknaðinn verður hann rekinn frá Nice. Diaby er 18 ára gamall og er eitt mesta efni Nice.
Dolberg er alveg brjálaður og hótaði að spila ekki leik vegna málsins.