David Beckham er að feta spor sinn í heim umboðsmanna knattspyrnumanna, hann er einn af stofnendum Footwork Management.
Beckham á fyrirtækið ásamt sínum bestu vinum sem eru Dave Gardner sem er með réttindi til að starfa sem umboðsmaður og Nicola Howson.
Enska knattspyrnusambandið er með reglur er varðar umboðsmenn og er Gardner skráður hjá sambandinu.
Ensk blöð segja að Beckham sé að reyna að fá Mason Greenwood, vonarstjörnu Manchester United til að semja við fyrirtækið.
Beckham er einnig að stofna knattspyrnulið á Miami en Inter Miami hefur leik í MLS deildinni á næsta ári.
Beckham átti frábæran feril sem leikmaður hjá Manchester United, Real Madrid, AC Milan, PSG og LA Galaxy.