Það er algjört kjaftæði að Boca Juniors sé að tryggja sér framherjann Zlatan Ibrahimovic frá LA Galaxy.
Zlatan hefur verið orðaður við Boca sem leikur í argentínsku úrvalsdeildinni og er stærsta lið landsins.
Zlatan hefur gert frábæra hluti í Bandaríkjunum þrátt fyrir að vera orðinn nánast fertugur.
Mino Raiola, umboðsmaður Zlatan, tjáði sig í gær um orðróminn en hann notaði eigin Twitter aðgang.
Raiola segir að það sé bull að Boca hafi verið boðið að fá Zlatan sem elskar fátt meira en að skora mörk.
I have never offered Ibrahimovic to Boca Juniors or to anybody else. Total #fakenews
— Mino Raiola (@MinoRaiola) 25 September 2019