Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur útskýrt af hverju Paul Pogba var ekki með fyrirliðabandið í gær.
Það kom á óvart er Axel Tuanzebe var með bandið er United spilaði gegn Rochdale í deildarbikarnum.
,,Axel er framtíðarfyrirliði, hann er leiðtogi. Af hverju ekki að gefa krökkunum þetta?“ sagði Solskjær.
,,Við vitum að við getum látið það til Sergio Romero eða Paul og þeir hafa verið fyrirliðar áður.“
,,En í þetta skiptið var það Axel og hvernig stóð hann sig? Hann var góður og naut þess. Við vildum bara sýna að við treystum honum.“