Einn stuðningsmaður Manchester United er í umræðunni þessa stundina eftir leik liðsins í gær.
United spilaði gegn Rochdale í enska deildarbikarnum og komst áfram eftir vítaspyrnukeppni.
United hefur oft spilað betur og voru margir stuðningsmenn að fara á taugum í stúkunni.
Nokkrir ungir drengir sáu hetjur sínar í United spilar og öskruðu þá áfram úr stúkunni.
Það var ekki í lagi að mati annars manns sem var staddur rétt fyrir neðan þá.
,,Grjóthaltu kjafti,“ sagði maðurinn við krakkann sem reyndi að hvetja sína menn áfram.