Jose Mourinho, fyrrum stjóri Manchester United er að reyna að hafa eitthvað fyrir stafni þessa dagana. Hann bíður eftir næsta starfi.
Mourinho hefur ráðið sig til starfa hjá Sky Sports, sem sérfræðingur á meðan hann er ekki að þjálfa.
Þá er Mourinho byrjaður að vinna í auglýsingum, ein frábær birtist í dag. Þar fer hann yfir feril sinn í skemmtilegri auglýsingu.
Sá sérstaki fer yfir allt. ,,Ekki öll sérstök afrek fá athygli;“ segir Mourinho um annað sætið sem hann náði með Manchester United, árið 2018. Hann var rekinn frá United í desember, á síðasta ári.
Hann fær svo símtal frá Kína og biður um meiri aur, hann hefur hafnað tilboðum frá Kína. Hann vill alvöru starf.
Þessa geggjuðu auglýsingu má sjá hér að neðan.
It’s not easy being special, just ask new Paddy Power Games ambassador, Jose Mourinho. pic.twitter.com/bvejewpHj2
— Paddy Power (@paddypower) September 26, 2019