fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Magnús Agnar og Bjarki ekki lengur Total Football: Til liðs við stærstu stofu í heimi

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 26. september 2019 08:56

Magnús Agnar er hér við hlið Eiðs Smára

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stellar umboðsskrifstofan hefur tekið yfir rekstur Total Football, sem hefur verið stærsta skrifstofan hér á landi. Um er að ræða umboðsmenn knattspyrnumanna.

Stellar er ein allra stærsta stofan í heiminum en hún hefur marga af bestu knattspyrnumönnum heims.

Bjarki Gunnlaugsson og Magnús Agnar Magnússon sem starfað hafa hjá Total Fotball munu nú starfa fyrir Stellar Nordic deild fyrirtækisins. Fyrirtækið vill stækka sig á Norðurlöndum og í Rússlandi, þar hafa Bjarki og Magnús Agnar góð tengsl.

Íslendingar þekkja Stellar nokkuð vel Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Aron Einar Gunnarsson hafa allir verið með umboðsmenn hjá þessari stofu.

,,Fótboltinn er að breytast og verða alþjóðlegri, í fortíðinni var þetta meira um að koma stórum nöfnum inn í stærstu deildirnar. Núna eru gæðin af leikmönnum sem koma í gegnum unglingastarf mikil og það er ægt að eiga frábært líf með stórum félögum eins og Malmö og FCK,“ sagði Magnús Agnar.

,,Stellar er stærsta skrifstofa íþróttafólks í heimi en við hættum aldrei, við leitum alltaf af nýjum tækifærum fyrir okkar umbjóðendur. Bjarki og Magnús eru mjög virtir umboðsmenn og hafa mikla þekkingu, og tengsl sem opna dyr fyrir okkar fólk,“ sagði Jonathan Barnett, stjórnarformaður Stellar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning