Steven Gerrard, stjóri Rangers var bæði stoltur og hissa á ummælum Jurgen Klopp, stjóra Liverpool í vikunni.
Klopp sagði að ef hann yrði rekinn á morgun, myndi hann vilja sjá Gerrard fá starfið. Hann talaði einnig um að Gerrard væri flottur eftirmaður hans.
,,Ég var bæði hissa og stoltur,“ sagði Gerrard en flestir telja að einn daginn, muni hann verða stjóri félagsins. Hann er goðsögn eftir feril sinn sem leikmaður á Anfield.
,,Þegar þú lest ummæli hans alveg, þá talar hann um að ef hann verður rekinn á morgun.“
,,Jurgen Klopp, verður ekki rekinn á morgun. Ég vil ekki að hann verði rekinn á morgun. Klopp er að vinna frábært starf.“