El Hadji Diouf, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur ekki mikla trú á sínu fyrrum félagi.
Diouf telur að Liverpool geti ekki unnið deildina á þessu tímabili eftir að hafa verið einu stigi frá titlinum í maí.
Diouf telur að það hafi verið tækifæri Liverpool og að þeir hafi sjálfir klúðrað málunum.
,,Ég sé ekki að þeir nái eins góðum árangri og þeir náðu á síðustu leiktíð,“ sagði Diouf.
,,Þeir fengu tækifæri á að vinna deildina; þetta var í þeirra höndum en þeir klúðruðu þessu.“
,,Þeir voru sjö stigum á undan um jólin. Hvernig Manchester City náði þeim skil ég ekki. Eins og þeir segja á Englandi, þeir klúðruðu þessu.“
,,Manchester City er það lið sem þarf að sigra enn eina ferðina.“