Liverpool spilar þessa stundina við MK Dons en leikið er í enska deildarbikarnum.
Liverpool gerði margar breytingar fyrir leikinn í kvöld eða 11 talsins og fá ungir leikmenn tækifæri.
Harvey Elliott er á meðal þeirra sem fengu tækifæri en hann er nú yngsti leikmaðurinn í sögu Liverpool.
Elliott er 16 ára og 174 daga gamall og hefur enginn yngri spilað keppnisleik fyrir aðallið Liverpool.
Staðan í leiknum er 1-0 fyrir Liverpool þessa stundina en James Milner skoraði markið.