fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Var Lampard að ljúga að öllum?

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 25. september 2019 19:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frank Lampard, stjóri Chelsea, greindi frá því nýlega að Ross Barkley væri spyrnumaður Chelsea á vítapunktinum.

Lampard tjáði sig eftir 1-0 tap gegn Valencia en Barkley tók vítaspyrnu Chelsea undir lokin en hann klikkaði.

Það kom mörgum á óvart þegar Barkley steig á punktinn og er talið að hann hafi heimtað að fá að spyrnuna.

Lampard og Barkley sögðu hins vegar báðir eftir leik að Barkley myndi taka allar spyrnur svo lengi sem hann væri á vellinum.

Það reyndist hins vegar ekki satt en Chelsea fékk víti í kvöld gegn Grimsby með Barkley á miðjunni.

Það var reynsluboltinn Pedro sem tók vítið og skoraði af miklu öryggi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim harður á sínu – „Ekki einu sinni páfinn fær mig til að breyta“

Amorim harður á sínu – „Ekki einu sinni páfinn fær mig til að breyta“