Það er búið að draga í 16-liða úrslit enska deildarbikarsins en 32-liða úrslitin kláruðust í kvöld.
Það fara fram tveir stórleikir í næstu umferð en leikið er á Stamford Bridge og á Anfield.
Chelsea fær Manchester United í heimsókn og getur hefnt fyrir 4-0 tap í fyrstu umferð deildarinnar.
Á sama tíma þá þarf Arsenal að heimsækja Liverpool og má búast við frábærum leik þar.
Hér má sjá dráttinn í heild sinni.
16-liða úrslit deildarbikarsins:
Everton vs Watford
Aston Villa vs Wolves
Manchester City vs Southampton
Burton vs Leicester
Crawley vs Colchester
Chelsea vs Manchester United
Oxford vs Sunderland
Liverpool vs Arsenal