Breiðablik rak Ágúst Gylfason úr starfi, í fyrradag og verður því nýr maður í brúnni þegar Pepsi Max-deild karla fer af stað á næsta ári. Ágúst lætur af störfum 15:50 á laugardag eftir síðasta leik tímabilsins, gegn KR.
Brottrekstur hans hefur vakið athygli, hann hefur siglt Breiðablik í 2 sæti deildarinnar, tvö ár í röð. Góður árangur en Blikar vilja meira.
,,Stjórnin er bara að þreifa fyrir sér, það er allt með kyrrum kjörum hjá okkur,“ sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóri Breiðabliks við 433.is.
Heimir Guðjónsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson hafa mest verið orðaðir við starfið. Heimir er á heimleið frá Færeyjum en öll vötn renna til Hlíðarenda, Valsmenn hafa samkvæmt heimildum 433.is rætt við Heimi og vonast til að sannfæra hann. Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur lengi verið orðaður við stöðuna en hann kom Gróttu upp í Pepsi Max-deild karla. Óskar hefur ekki viljað staðfesta að hann haldi starfinu áfram, hann gæti sagt upp og tekið við í Kópavogi.
Ef Óskar vill halda áfram á Seltjarnarnesi er áhugavert að skoða hvaða spilar Blikar hafa á hendi. Einn heimildarmaður 433.is úr herbúðum Breiðabliks, útilokaði ekki að félagið gæti reynt að fá Ólaf Kristjánsson, þjálfara FH til starfa.
Ólafur var þjálfari Breiðabliks frá 2006 til 2014 áður en hann hélt til Danmörku. Hann er að klára sitt annað tímabil hjá uppeldisfélaginu, FH. FH er að berjast um Evrópusæti í síðustu umferð en ólíklegt er að Ólafur láti af störfum hjá félaginu.