fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
433Sport

Þreifingar í Kópavogi en hvað gera þeir ef Heimir fer í Val og Óskar Hrafn er ekki í boði?

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. september 2019 13:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik rak Ágúst Gylfason úr starfi, í fyrradag og verður því nýr maður í brúnni þegar Pepsi Max-deild karla fer af stað á næsta ári. Ágúst lætur af störfum 15:50 á laugardag eftir síðasta leik tímabilsins, gegn KR.

Brottrekstur hans hefur vakið athygli, hann hefur siglt Breiðablik í 2 sæti deildarinnar, tvö ár í röð. Góður árangur en Blikar vilja meira.

,,Stjórnin er bara að þreifa fyrir sér, það er allt með kyrrum kjörum hjá okkur,“ sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóri Breiðabliks við 433.is.

Heimir Guðjónsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson hafa mest verið orðaðir við starfið. Heimir er á heimleið frá Færeyjum en öll vötn renna til Hlíðarenda, Valsmenn hafa samkvæmt heimildum 433.is rætt við Heimi og vonast til að sannfæra hann. Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur lengi verið orðaður við stöðuna en hann kom Gróttu upp í Pepsi Max-deild karla. Óskar hefur ekki viljað staðfesta að hann haldi starfinu áfram, hann gæti sagt upp og tekið við í Kópavogi.

Ef Óskar vill halda áfram á Seltjarnarnesi er áhugavert að skoða hvaða spilar Blikar hafa á hendi. Einn heimildarmaður 433.is úr herbúðum Breiðabliks, útilokaði ekki að félagið gæti reynt að fá Ólaf Kristjánsson, þjálfara FH til starfa.

Ólafur var þjálfari Breiðabliks frá 2006 til 2014 áður en hann hélt til Danmörku. Hann er að klára sitt annað tímabil hjá uppeldisfélaginu, FH. FH er að berjast um Evrópusæti í síðustu umferð en ólíklegt er að Ólafur láti af störfum hjá félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fá að mæta á útivöll í fyrsta sinn í 12 ár

Fá að mæta á útivöll í fyrsta sinn í 12 ár
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lenti í skelfilegu bílslysi og man ekki eftir neinu: ,,Það klikkaðasta er að allur heimurinn fékk að upplifa það meira en ég“

Lenti í skelfilegu bílslysi og man ekki eftir neinu: ,,Það klikkaðasta er að allur heimurinn fékk að upplifa það meira en ég“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Líkt við söngvara Hanson eftir að þessar myndir náðust í Róm

Líkt við söngvara Hanson eftir að þessar myndir náðust í Róm
433Sport
Í gær

Snoop Dogg á leið í áhugavert verkefni

Snoop Dogg á leið í áhugavert verkefni
433Sport
Í gær

Óttast að hann sé með of marga miðjumenn

Óttast að hann sé með of marga miðjumenn
433Sport
Í gær

Nýtt 8 milljarða æfingasvæði United opnar í næsta mánuði – Þetta verður á svæðinu

Nýtt 8 milljarða æfingasvæði United opnar í næsta mánuði – Þetta verður á svæðinu
433Sport
Í gær

Sádarnir í Newcastle tóku það ekki í mál að Isak færi til Liverpool

Sádarnir í Newcastle tóku það ekki í mál að Isak færi til Liverpool