Raheem Sterling, leikmaður Manchester City, er einn allra besti leikmaður Englands í dag.
Sterling er uppalinn hjá Queens Park Rangers en samdi síðar við Liverpool og svo City.
Sterling leit upp til letingja er hann var hjá QPR en hann vildi vera eins og hinn umdeildi Adel Taarabt.
Taarabt átti framtíðina fyrir sér sem knattspyrnumaður en hann var of latur og metnaðarlaus til að standa undir væntingum.
Taarabt hefur spilað lítinn fótbolta síðustu ár og hefur lengi verið hluti af varaliði Benfica.
,,Raheem Sterling sendi mér skilaboð fyrir nokkrum mánuðum. Ég hlustaði á viðtal sem tekið var við hann og hann sagði að ég væri fyrirmyndin hans hjá QPR,“ sagði Taarabt.
,,Í dag þá væri það Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi en þegar hann var ungur þá horfði hann á mig!“