FIFA gerði mistök í vikunni er sambandið valdi Lionel Messi sem besta leikmann ársins.
Þetta segir Fabio Paratici, stjórnarformaður Juventus en hann vill meina að Cristiano Ronaldo hafi átt að vinna.
Ronaldo kom til greina í valinu en hann lenti í þriðja sæti á eftir Messi og Virgil van Dijk.
,,Við erum vonsviknir með niðurstöðuna,“ sagði Paratici í samtali við Corriere dello Sport.
,,Við virðum Messi sem er frábær leikmaður en við teljum að leikmaður sem vann Þjóðadeildina, deildarkeppnina og Ofurbikarinn eigi skilið að vinna verðlaunin.“