Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, getur lagað gengi liðsins í janúar að eigin sögn.
Pochettino og félagar töpuðu gegn Colchester í vítakeppni í deildarbikarnum í gær til að bæta gráu ofan á svart þegar kemur að genginu undanfarið.
Pochettino virðist ætla að nota janúargluggann til að laga það sem er að innan félagsins.
,,Við erum að reyna allt til að koma öllum á sömu blaðsíðu. Við þurfum bara tíma,“ sagði Pochettino.
,,Janúarglugginn er fullkominn tími til að laga þessa stöðua og framtíðina.“
,,Vandamálið er þegar þú getur ekki haft stjórn á einhverju. Við erum mannlegir og til að ná árangri í fótbolta þá þarftu að vera öðruvísi á hverju tímabili.“