Alvaro Morata, leikmaður Atletico Madrid, átti líklega eina verstu innkomu sögunnar á Spáni í kvöld.
Morata og félagar mættu Mallorca í efstu deild en framherjinn kom inná sem varamaður á 69. mínútu.
Diego Costa og Joao Felix voru búnir að koma Atletico í 2-0 en Morata kom inná fyrir Costa.
Morata entist aðeins í átta mínútur á vellinum en hann fékk tvö gul spjöld á 77. mínútu fyrir leiðindi.
Morata vældi í dómara leiksins ítrekað og ákvað að halda áfram þrátt fyrir að hafa fengið fyrsta gula.
Þetta er líklega ein versta innkoma allra tíma og má Spánverjinn fara að hugsa sinn gang.