Manchester United er komið áfram í enska deildarbikarnum eftir leik við smálið Rochdale í kvöld.
United var mun sterkari aðilinn í leik kvöldsins en tókst þó aðeins að skora eitt mark og það gerði Mason Greenwood.
Luke Matheson jafnaði hins vegar metin fyrir Rochdale og tókst að tryggja liðinu vítaspyrnukeppni.
Þar höfðu þeir rauðu þó betur 5-3 og tryggðu sér sæti í næstu umferð keppninnar.
Wolves er einnig komið í næstu umferð en liðið þurfti líka að klára leikinn í vítaspyrnukeppni.
Reading jafnaði metin í 1-1 gegn Wolves í blálokin en það voru heimamenn sem höfðu að lokum betur á punktinum.
Bournemouth er þá úr leik eftir óvænt 2-0 tap gegn Burton og tekur ekki þátt í næstu umferð.
Manchester United 1-1 Rochdale (United áfram eftir vítakeppni)
1-0 Mason Greenwood
1-1 Luke Matheson
Wolves 1-1 Reading (Wolves áfram eftir vítakeppni)
1-0 Bruno Jordao
1-1 Lucas Boyle
Burton 2-0 Bournemouth
1-0 Oliver Sarkic
2-0 Nathan Broadhead