Þýski risinn, FC Bayern hótar að banna leikmönnum sínum að fara í verkefni með landsliðinu. Þeir segja að þetta verði gert ef Manuel Neuer missir sæti sitt í liðinu.
Marc-Andre ter Stegen setur pressu á stöðuna og vill verða fyrsti kostur í markinu. Neuer hefur hins vegar átt stöðuna.
Joachim Löw hefur verið að yngja upp, hann gæti því farið að veðja á Ter Stegen. Frekar en Neuer. Hann er sex árum yngri en Neuer.
Löw hefur hætt að velja Thomas Muller og Jerome Boateng sem eru í liði Bayern. ,,Ef Neuer missir sæti sitt, þá sniðgöngum við landsliðið,“ sagði Uli Hoenes, forseti Bayern.
,,Við munum aldrei sætta okkur við það ef staðan breytist.“