Knattspyrnumenn eru oft afar skemmtilegir karakterar sem og stuðningsmenn íþróttarinnar sem eiga það til að fara yfir strikið.
Í kvöld rákumst við á skemmtilegan lista þar sem farið er yfir tíu furðulegustu sögur í sögu fótboltans.
Það er óhætt að segja að margar af þeim séu undarlegar og koma nöfn fyrir sem aðdáendur ættu að kannast við.
Hefur þú heyrt um knattspyrnumanninn sem var seldur fyrir kjöt? Hann kemur fyrir!
Þetta má sjá allt sjá hér yfrir neðan.
Balotelli og vestið:
Mario Balotelli er ekki þekktur fyrir að vera mjög greindur einstaklingur en hann hefur þó gert það gott sem knattspyrnumaður. Í eitt skipti er hann spilaði með Manchester City þá gat Ítalinn ekki klætt sig í æfingavesti. Einn af þjálfurum City þurfti að hjálpa Balotelli að klæða sig í og það tókst að lokum eftir mikið ströggl.
Franz Beckenbauer og símanúmerið:
Símafyrirtækið O2 fór í samstarf með Beckenbauer á sínum tíma og bauð honum að búa til sitt eigið símanúmer. Símanúmerið hafði áður verið í eigu fyrirtækis sem tók við símtölum á hverjum degi. Beckenbauer fékk á endanum nóg og vildi slíta samstarfinu við O2 um leið enda hætti síminn ekki að hringja.
Allir leikmennirnir hétu það sama:
Afar skemmtileg saga af knattspyrnuleik sem fór fram í Bungay í Suffolk á Englandi. Það eru minna en 500 manns sem heita ‘Bungay’ í Bretlandi en það tókst að finna 22 leikmenn til að spila knattspyrnuleik sín á milli.
Seldur fyrir kjöt:
Marius Cioara er ekki nafn sem margir kannast við en hann lék fyrir lið UT Arad í næst efstu deild í Rúmeníu. Cioara var keyptur til annars félags, ekki fyrir pening heldur fyrir kjöt. Annað lið borgaði verð Cioara í kjöti en mikið grín var gert af leikmanninum eftir þessi skipti og þurfti hann á endanum að flýja land.
Leroy Rosenior og tíu mínúturnar:
Leroy Rosenior eyddi alls 600 sekúndum sem knattspyrnustjóri Torquay United. Rosenior var ráðinn til starfa en eftir aðeins 10 mínútur þá var greint frá því að búið væri að selja félagið og var hann um leið rekinn.
Xabi Alonso og ótrúlega ákvörðunin:
Maður að nafni Adrian Hayward ákvað að veðja 500 pundum á það að Xabi Alonso, leikmaður Liverpool, myndi skora fyrir aftan miðju í leik með liðinu. Alonso ákvað svo að bjóða upp á nákvæmlega það í leik gegn Luton í bikarnum og skoraði. Hayward vann í kjölfarið 50 þúsund pund fyrir þetta veðmál.
David Beasant og meiðslin:
Beasant er fyrrum markvörður Wimbledon á Englandi. Hann varð fyrsti markvörður sögunnar til að verja vítaspyrnu í úrslitaleik FA bikarsins. Beasant var heima hjá sér er hann missti krukku fulla af salati á ökklann á sér og var í kjölfarið frá keppni næstu tvo mánuðina.
Adel Taarabt og strætóferðin:
Taarabt brjálaðist eftir að hafa verið skipt útaf í 6-0 tapi gegn Fulham í úrvalsdeildinni og yfirgaf völlinn um leið. Taarabt fór beint upp í strætó sem keyrði burt og var síðar myndaður á strætóstöð og á bar þar sem hann var klæddur fötum Queens Park Rangers sem var hans félag á þessum tíma.
Kynlíf á vellinum:
Eitt par ákvað að gera sér glaðan dag á heimavelli Charlton Athletic. Þetta par gerði allt vitlaust á samskiptamiðlum eftir að myndband af þeim stunda mök á miðjum vellinum lak út um allt. Þau voru stödd þar í leyfisleysi.
Ross Morgan og Paul Anderson:
Ross Morgan var 25 ára gamall stuðningsmaður Ipswich Town og missti sig eftir jöfnunarmark Paul Anderson í umspilsleik gegn Norwich í næst efstu deild árið 2015. Morgan fór svo langt og kýldi fast í þakið á íbúðinni sinni sem olli skemmdum. Anderson sá hvað hafði gerst á samskiptamiðlum og bauðst til að borga fyrir skemmdirnar. Vel gert!