Íslenska karlalandsliðið er enn í A-deild Þjóðadeildarinnar en þetta var staðfest nú í kvöld.
Ísland féll úr A-deild síðasta haust eftir hörmulegt gengi en við töpuðum öllum fjórum leikjum okkar.
Talað var um það á dögunum að UEFA ætlaði að fjölga liðum í A-deild sem voru góðar fréttir fyrir okkur.
Nú hafa þær fréttir verið staðfestar og mun Ísland halda sínu sæti ásamt Þýskalandi, Póllandi og Króatíu.
Einnig koma fleiri lið inn í A-deildina en Úkraína, Svíþjóð, Bosnía og Danmörk eru nú í þeim flokki.
Nú verða því fjórir riðla í A-deild og mun sigurliðið komast í úrslitakeppnina en botnliðið fellur um deild.