fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
433Sport

Þrjú rauð spjöld á loft: Hvað gerist á Hlíðarenda, í Árbænum og í Kópavogi?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. september 2019 11:02

Heimir Guðjónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylkir og Breiðablik hafa staðfest að félögin muni skipta um þjálfara í Pepsi Max-deild karla eftir tímabilið. Helgi Sigurðsson fékk ekki nýjan samning í Árbænum og Ágúst Gylfason var rekinn úr starfi í Kópavogi.

Þá hefur Valur staðfest að félagið ræði nú við aðra menn um að taka við af Ólafi Jóhannessyni, hann fær því líklega að taka poka sinn þrátt fyrir að hafa unnið fjóra stóra titla á fimm árum.

Valur:
Heimir Guðjónsson, þjálfari HB í Færeyjum er mest orðaður við starfið en Ágúst Gylfason hefur mikið verið nefndur til sögunnar á síðustu vikum. Ágúst fékk rauða spjaldið í Kópavogi í gær en gæti nú snúið aftur heim, hann steig sín fyrstu skref hjá Val áður en hann fór í atvinnumennsku. Heimir hefur þó verið efsti maður á blaði Valsara enda með reynslu af því að vinna titla hér á landi, eitthvað sem Valsmenn gera kröfu á.

Breiðablik
Sú staðreynd að Blikar reki Ágúst úr starfi áður en tímabilið er á enda, segir til um að félagið sé nú þegar klárt með eftirmann hans. Frá því í júlí hefur Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Gróttu verið orðaður við starfið en vitað er til þess að stjórnarmenn félagsins hafa átt samtal við Heimi Guðjónsson. Það gæti breytt einhverju að Óskar Hrafn fór upp í Pepsi Max-deildina með Gróttu, þeir sem starfa í kringum Gróttu bíða og vona að hann haldi starfi sínu áfram.

Fylkir:
Ejub Purisevic, Ólafur Ingi Skúlason, Ágúst Gylfason og Sigurbjörn Hreiðarsson eru allir orðaðir við starfið í Árbænum. Helgi Sigurðsson fær ekki að halda áfram, þrátt fyrir vel unnið starf. Ejub lét af störfum með Víking Ólafsvík í gær og gæti verið spennandi kostur, mögulega með Ólaf Inga sér við hlið. Ágúst Gylfason hefur svo náð góðum árangri í efstu deild og Sigurbjörn Hreiðarsson er spennandi kostur. Þá er Fylkir sagt hafa skoðað erlenda möguleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hetjan fékk símtal á mjög óheppilegri stundu en ákvað að svara – Sjáðu hvað gerðist

Hetjan fékk símtal á mjög óheppilegri stundu en ákvað að svara – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segist ætla að vinna alla titlana með Arsenal

Segist ætla að vinna alla titlana með Arsenal
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mætir einn í vinnuna og fær ekki að hitta vini sína

Mætir einn í vinnuna og fær ekki að hitta vini sína
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vandræðaleg byrjun hjá Ten Hag – Rassskelltir af táningum frá Brasilíu

Vandræðaleg byrjun hjá Ten Hag – Rassskelltir af táningum frá Brasilíu
433Sport
Í gær

Líkt við söngvara Hanson eftir að þessar myndir náðust í Róm

Líkt við söngvara Hanson eftir að þessar myndir náðust í Róm
433Sport
Í gær

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern
433Sport
Í gær

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir