

Stuðningsmenn Sunderland hafa fengið skammir í hatt sinn frá eiganda félagsins, það kemur vegna hegðunnar þeirra um helgina.
Myndband af þeim á samfélagsmiðlum að syngja um Gary Speed hefur farið eins og eldur í sinu. Speed framdi sjálfsmorð árið 2011 en hann lék með erkifjendum Sunderland í Newcastle.
,,Þetta er til skammar, ég hef séð þetta og þetta er hræðilegt,“ sagði Stewart Donald, eigandi Sunderland um málið.
Speed var goðsögn í fótboltanum á Bretlandseyjum, hann var þjálfari Wales þegar hann framdi sjálfsmorðið árið 2011. Hann glímdi við mikið þunglyndi.
,,Þetta er ekki boðlegt, það er ekki hægt að verja svona hegðun. Þetta er rangt, þetta særir og er félaginu til skammar.“
,,Fjölskylda Gary Speed á að fá stuðning og skilning, að voga sér að gera grín af svona harmleik, er rangt og sjúk hegðun.“
Sunderland ætlar sér að finna hvaða aðilar eiga hlut í máli og refsa þeim.