Tottenham er úr leik í enska deildarbikarnum eftir leik við smálið Colchester í kvöld.
Tottenham lenti í vandræðum gegn Colchester en liðið leikur í League 2 sem er fjórða hæsta deild Englands.
Leiknum lauk með markalausu jafntefli en það voru svo leikmenn Colchester sem höfðu betur í vítaspyrnukeppni, 4-3.
Jevani Brown hefði getað endað sem skúrkur kvöldsins hjá Colchester en hann tók þriðja víti liðsins.
Brown bauð upp á svokallaða panenka spyrnu en hún var ömurleg og var kýld í burtu af markverði Tottenham.
Sjón er sögu ríkari.
Jevani Brown paneka attempt against Spurs ? pic.twitter.com/oVLRGVq0SK
— Arash Rezai (@rezla) 24 September 2019