Arsenal á Englandi er að íhuga það að kaupa leikmann að nafni Donyell Malen sem spilar með PSV Eindhoven.
Frá þessu greina enskir miðlar en Malen hefur undanfarin tvö ár spilað með hollenska liðinu.
Malen er aðeins 20 ára gamall en hann hefur verið frábær fyrir aðallið PSV undanfarið ár.
Malen var áður á mála hjá Arsenal en hann var í akademíu félagsins frá 2015 til 2017 og var svo seldur til PSV.
PSV borgaði 500 þúsund pund fyrir Malen og er aðeins reiðubúið að selja hann fyrir um 50 milljónir.
Malen á að baki tvo landsleiki fyrir Holland og hefur skorað 17 mörk í 41 leik í framlínu PSV.