David Luiz, leikmaður Arsenal, ætti að fá fyrirliðabandið hjá félaginu að mati Paul Merson.
Granit Xhaka er yfirleitt með bandið hjá Arsenal þessa stundina en Unai Emery vill nota fimm fyrirliða.
Merson er á því máli að Luiz sé besti kosturinn en hann kom aðeins til félagsins í sumar.
,,David Luiz verður að fá fyrirliðabandið, hann er raðsigurvegari,“ sagði Merson.
,,Fólk gagnrýnir hann fyrir að fá 2/10 í einkunn í einum leik og svo 9/10 í næsta en hann mun spila í hverri viku.“