Neymar, leikmaður Paris Saint-Germain, viðurkennir að hann hafi gert þónokkur mistök á ævinni.
Neymar reyndi ítrekað að komast burt frá PSG í sumar og var rætt um framtíð hans á nánast hverjum einasta degi.
Einnig hefur Brassinn komist í fréttirnar fyrir alls konar vitleysu og sló hann til að mynda stuðningsmann Rennes á síðustu leiktíð.
,,Ég er ekki mikið fyrir það að tjá mig. Ég er mikið með sjálfum mér og held hlutunum fyrir mig,“ sagði Neymar.
,,Stundum kemur að því að ég verð pirraður, reiður og spring bara og þannig tjái sér mig ekki á réttan hátt. Ég reyni að laga það.“
,,Þegar ég reyni að ræða ákveðna hluti við einhvern þá hugsa ég stundum að það sé að gera góða hluti fyrir mig.“
,,Ég hef gert þónokkur mistök og að komast á sama stað varðandi sjálfstraust kostar sitt en það eðlilegt fyrir manneskjur að gera mikstök. Það er hluti af lífinu og þú lærir af því.“