Tottenham er úr leik í enska deildarbikarnum eftir leik við smálið Colchester í kvöld.
Tottenham lenti í vandræðum gegn Colchester en liðið leikur í League 2 sem er fjórða hæsta deild Englands.
Leiknum lauk með markalausu jafntefli en það voru svo leikmenn Colchester sem höfðu betur í vítaspyrnukeppni, 4-3.
Arsenal var í engum vandræðum gegn Nottingham Forest á Emirates. Arsenal vann sannfærandi 5-0 sigur.
Manchester City, Watford og Everton eru einnig komin áfram en þau unnu öll örugga sigra.
Hér má sjá úrslit kvöldsins.
Colchester 0-0 Tottenham (Colchester áfram eftir vítakeppni)
Arsenal 5-0 Nottingham Forest
1-0 Gabriel Martinelli
2-0 Rob Holding
3-0 Joe Willock
4-0 Reiss Nelson
5-0 Gabriel Martinelli
Preston 0-3 Manchester City
0-1 Raheem Sterling
0-2 Gabriel Jesus
0-3 Ryan Ledson(sjálfsmark)
Luton 0-4 Leicester
0-1 Demarai Gray
0-2 James Justin
0-3 Youri Tielemans
0-4 Demarai Gray
Sheffield Wednesday 0-2 Everton
0-1 Dominic Calvert-Lewin
0-2 Dominic Calvert-Lewin
Watford 2-1 Swansea
1-0 Danny Welbeck
1-1 Sam Surridge
2-1 Roberto Pereyra
Portsmouth 0-4 Southampton
0-1 Danny Ings
0-2 Danny Ings
0-3 Cedric
0-4 Nathan Redmond
Crawley 1-1 Stoke (Crawley áfram eftir vítakeppni)
0-1 Sam Vokes
1-1 Nathan Ferguson