Juan Mata, leikmaður Manchester United, segir að fjölskylda sín hafi óttast þegar Jose Mourinho var ráðinn stjóri liðsins árið 2015.
Mourinho var sá sem seldi Mata frá Chelsea á sínum tíma en hann taldi sig ekki hafa not fyrir Spánverjann.
Talað var um að Mata ætti enga framtíð fyrir sér á Old Trafford eftir komu Mourinho en hann hafði sjálfur alltaf trú.
,,Louis var farinn og sögusagnirnar um að Jose Mourinho yrði næsti stjóri United fóru á flug,“ sagði Mata.
,,Nokkrum dögum seinna þá var það orðið að veruleika. Mourinho var orðinn minn stjóri á ný.“
,,Þrátt fyrir að fjölskylda mín hefði áhyggjur sem og vinir og aðrir þá var ég ákveðinn í því að vera jákvæður.“
,,Það voru svo margar sögur sem birtust í fjölmiðlum. Að ég ætti enga framtíð hjá félaginu og að ég væri búinn að samþykkja að fara.“
,,Það voru alltof margir sem trúðu þessum sögusögnum og komust að þeirri niðurstöðu að ég ætti enga framtíð þarna.“