Emil Hallfreðsson er ekki með neitt fast í hendi þegar kemur að nýju félagi Emil er án félags en samningur hans við Udinese rann út í sumar.
Emi æfir þessa dagana með FH en vonast til að finna sér nýtt félag innan tíðar, hann ræddi við Hellas Verona. Þar var hann lengi en tókst ekki að semja við félagið.
,,Það voru einhverjar viðræður, en ekkert alvarlegt. Ég vildi snúa aftur en við náðum ekki saman. Ég er að bíða eftir rétta tilboðinu, fyrir mig og fjölskylduna. Ítalía er minn fyrsti kostur, eftir 12 ár þar. Þá er það auðveldara fyrir börnin mína, þau eru eins og Ítalar,“ sagði Emil.
Gömlu félög Emils, Hellas Verona og Udinese mætast í kvöld en hann verður ekki á vellinum.
,,Ég held ég nái því ekki, ég er á Íslandi. Ég spilaði með landsliðinu á dögunum, ég æfi hérna. Ég kem ef þú sendir einkaflugvél.“