Breiðablik ákvað í gær að reka þjálfara sinn Ágúst Gylfason sem hefur þjálfað liðið undanfarin tvö sumur.
Þessi ákvörðun Breiðabliks kemur á óvart en Blikar eru búnir að tryggja sér annað sætið í Pepsi Max-deildinni.
Árangurinn undir stjórn Gústa hefur verið fínn og hafa Blikar tekið framförum undir hans leiðsögn.
Þrátt fyrir það ákvað stjórn félagsins að segja upp samningi Gústa sem kveður eftir lokaumferðina næstu helgi.
Það er ákvörðun sem margir skilja ekki og á meðal annars Stebba Sigurðardóttir, eiginkona Birkis Más Sævarssonar.
Hún setti fram athyglisverðan punkt á Twitter-síðu sína og var Birkir á sama máli og setti ‘like’ við færsluna.
Stebba nefnir einnig vinnubrögð Vals en það er líklegt að Ólafur Jóhannesson fái ekki að þjálfa liðið áfram.
,,Get ekki skilið að Blikar hafi látin sinn þjálfara fara og ég skil alls ekki ef Valsmenn láta Óla fara,“ stendur í færslunni en Óli Jó er orðaður við sparkið.
,,Aldrei hugsað lengra en til gærdagsins og í mesta lagi morgundagsins. Skilidiggi.“
Get ekki skilið að Blikar hafi látið sinn þjálfara fara og ég skil alls ekki ef Valsmenn láta Óla fara. Aldrei hugsað lengra en til gærdagsins og í mesta lagi morgundagsins. Skiliddiggi?♀️
— Stebba Sigurðardótti (@StebbaSig) 24 September 2019