Antonio Conte, stjóri Inter Milan, hefur útskýrt af hverju Alexis Sanchez fær lítið að spila þessa dagana.
Sanchez kom til Inter frá Manchester United í sumar en hefur aðeins spilað 10 mínútur á tímabilinu.
Conte segir að Sanchez sé ekki tilbúinn að spila meira og mun líklega ekki byrja gegn Lazio á morgun.
,,Þetta er eins fyrir hann og aðra leikmenn. Þegar ég sé að þeir eru tilbúnir þá fá þeir að spila,“ sagði Conte.
,,Ég þarf að gera það sem er best fyrir Inter en ekki fyrir einstaklingana.“